spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÆgir Þór laut í lægra haldi gegn sínum gömlu félögum

Ægir Þór laut í lægra haldi gegn sínum gömlu félögum

Ægir Þór Steinarsson mátti þola tap í kvöld með Alicante gegn sínum gömlu félögum í Acunsa GBC, 77-67, en hann með þeim lék hann á síðasta tímabili.

Eftir leikinn er Alicante í 7. sæti deildarinnar með 10 sigra og 6 töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 12 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Ægir Þór fjórum stigum og stolnum bolta.

Næsti leikur Ægis og Alicante er gegn TAU Castello þann 21. janúar, en þar hittir hann einnig fyrir gamla félaga, sem hann lék með tímabilið 2017-18.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -