Ægir Þór Steinarsson og félagar í San Pablo Burgos komust í kvöld áfram í undanúrslit Spænsku B-deildarinnar. Liðið sópaði Melilla Baloncesto úr leik í 8 liða úrslitum deildinnar með 76-91 sigri í kvöld. Ægir Þór spilaði 22 mínútur og endaði með þrjú stig, þrjú fráköst og tvær stoðsendingar í leiknum.
Þar með er liðið komið í undanúrslit en eitt lið kemst upp í spænsku ACB deildina. Ægir hefur spilað stórt hlutverk í liðinu í þessum átta liða úrslitum og hefur verið í byrjunarliði í öllum leikjunum. Burgos endaði í þriðja sæti í deildinni og komst einnig í undanúrslit fyrir ári síðan. Liðið ætlar sér að gera enn betur í ár en þeir mæta annað hvort Oviedo eða Ourence í næstu umferð.
Final del partido y final de los cuartos. IMPRESIONANTE PARTIDO. @melillabcto
76 #SanPabloInmobiliaria 91 #VamosBurgos pic.twitter.com/OwZnqzMaoO— C.B. Miraflores (@CB_Miraflores) May 12, 2017