spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÆgir Þór frá keppni á Spáni "Mun byrja fyrr en áætlað var"

Ægir Þór frá keppni á Spáni “Mun byrja fyrr en áætlað var”

Landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson var fjarri góðu gamni í gær þegar félagar hans í Acunsa GBC lutu í lægra haldi gegn Leyma Coruna í Leb Oro deildinni á Spáni, 92-62.

Tölfræði leiks

Hafði Ægir meiðst á hnéi í síðasta leik liðsins í deildinni gegn Granada, en samkvæmt honum tognaði hann á innra liðbandi í leiknum. Litu meiðslin mun verr út en kom svo á daginn, en segir hann endurhæfinguna hafna, hann sé byrjaður að skokka og lyfta og geri ráð fyrir að verða kominn aftur af stað í liðsæfingar í þessari viku og aftur í keppni vikuna eftir.

Acunsa eru sem stendur í 10.-13. sæti deildarinnar með tvo sigra og þrjú töp. Segja má að tveir af þeim tapleikjum hafi komið eftir að Ægir fer á meiðslalistann, en hann er liðinu gríðarlega mikilvægur, leiðir þá bæði í stigum og stoðsendingum að meðaltali í leik.

Næsti leikur Acunsa í deildinni er þann. 7. nóvember gegn Palma.

Fréttir
- Auglýsing -