Ægir Þór Steinarsson og Acunsa GBC máttu þola tap í dag fyrir Juaristi í Leb Oro deildinni á Spáni, 75-66.
Eftir leikinn er Acunsa í 11. sæti deildarinnar með 47 stig.
Á tæpum 15 mínútum spiluðum skilaði Ægir Þór 11 stigum, frákasti, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.
Næsti leikur Ægis og Acunsa er þann 13. maí gegn Prat.