spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaÆgir ótrúlegur í fyrsta sigri Stjörnunnar

Ægir ótrúlegur í fyrsta sigri Stjörnunnar

Hamar tók á móti Stjörnunni í Hveragerði í gærkvöldi, í þriðju umferð Subway-deildar karla. Bæði lið voru sigurlaus fyrir leikinn, og freistuðu þess því að komast á blað í deildinni.

Heimamenn byrjuðu leikinn miklu betur, og höfðu ellefu stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 28-17. Stjörnumenn bitu hins vegar vel frá sér í öðrum leikhluta og fóru inn í hálfleikinn stigi undir, 43-42. Í seinni hálfleik höfðu gestirnir tögl og hagldir og unnu að lokum 10 stiga sigur, 80-90.

Ægir Þór Steinarsson var magnaður í liði Stjörnunnar, með 40 stig og sjö stoðsendingar. Antti Kanervo bætti við 17 stigum fyrir gestina. Í liði Hamars skoraði Michael Creek 21 stig.

Fréttir
- Auglýsing -