spot_img
HomeFréttirÆgir og Hörður heiðraðir fyrir leik

Ægir og Hörður heiðraðir fyrir leik

Þeir Hörður Axel Vilhjálmsson og Ægir Þór Steinarsson voru heiðraðir fyrir leik kvöldsins í undankeppni HM 2027 gegn Bretlandi.

Fyrirliði íslenska liðsins Ægir Þór Steinarsson var heiðraður fyrir leik fyrir að hafa leikið 100 leiki fyrir íslenska landsliðið. Honum tókst þó ekki að bæta við fleiri landsleikjum í dag þar sem hann meiddist í leiknum gegn Ítalíu í Tortona.

Ásamt Ægi Þór var Hörður Axel Vilhjálmsson heiðraður fyrir leik, en hann lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Hörður Axel var um árabil lykilmaður í íslenska landsliðinu, fór með þeim á tvö lokamót EuroBasket og lék í heild 96 leiki fyrir liðið.

Fréttir
- Auglýsing -