spot_img
HomeFréttirÆgir með 13 stig í tapi Penas Huesca

Ægir með 13 stig í tapi Penas Huesca

Ægir Þór Steinarsson gerði 13 stig og gaf 2 stoðsendingar í ósigri Penas Huesca í LEB Gold deildinni á Spáni í gær. Ægir er kominn í byrjunarlið Huesca og lék í 26 mínútur í leiknum.

Huesca lá 83-70 á útivelli gegn San Pablo Inmobiliaria Burgos. Burgos fór með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar en Huesca er nú í 6. sæti. 

 

Ægir hefur nú spilað þrjá leiki fyrir Huesca síðan hann fór frá KR. Í leikjunum hefur hann verði með 6,7 stig að meðaltali í leik, 1,3 fráköst og 3,3 stoðsendingar á tæplega 21 mínútu. 

Fréttir
- Auglýsing -