spot_img
HomeFréttirÆgir leikur til úrslita

Ægir leikur til úrslita

 

Lið Ægirs Þórs Stenarssonar, Burgos, er komið í úrslit spænsku Leb Oro deildarinnar, en það er næst efsta deild þar í landi. Með þriðja sigrinum í röð í gær á Breogan í undanúrslitum, 92-81, sópuðu þeir þeim út úr úrslitkeppninni. Á 23 mínútum spiluðum í leik gærdagsins skoraði Ægir 3 stig, tók 3 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.

 

Tölfræði leiks

 

Í úrslitunum mun Burgos annð hvort mæta liði Oviedo eða Palencia, en þar leiðir Palencia einvígið 2-1.

 

Ljóst er að um miklu er að keppast fyrir Ægir og Burgos, en sigur í úrslitum mun tryggja þeim sæti í ACB deildinni, sem álitin er ein sú sterkasta í heiminum.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -