spot_img
HomeFréttirÆgir: Erum að toppa núna

Ægir: Erum að toppa núna

Ægir Þór Steinarsson fær lykilhlutverk í liði Penas Huesca sem nú er komið í úrslit LEB Gold deildarinnar á Spáni. Ægir segir þjálfara liðsins mikinn varnarperra og það gefi vel.

„Já við erum í raun að gera hluti sem enginn bjóst við og eitthvað sem aldrei hefur gerst í þessum klúbb. Þjálfarinn okkar er mikill varrnarperri og það er það sem er að skila þessari velgengni. Við spilum á mörgum mönnum og erum að toppa núna,“ sagði Ægir í samtali við Karfan.is í kvöld.

 

Hvort liðið telur þú, Melilla eða Coruna, að verði andstæðingur ykkar í úrslitum og af hverju?

 

„Melilla á heimaleik næst sem er auðvitað gott fyrir þá. Þekki samt ekkert þessi tvö lið en menn vona að fá Melilla sem á að passa betur á móti okkur.“

Fréttir
- Auglýsing -