spot_img
HomeFréttirÆfingarleikur: Njarðvík - Valur

Æfingarleikur: Njarðvík – Valur

Njarðvík tók á móti Val í æfingarleik í gær í Njarðtaksgryfjunni. Þetta var fyrsti æfingarleikur vetrarins hjá báðum liðum en bæði lið eru að fara spila 5 eða 6 æfingarleiki næsta mánuðinn til að undirbúa sig fyrir komandi átök í Dominos deildinni.

Njarðvíkingar leiddu allan leikinn og voru í hálfleik komnir með 22 stiga forystu 56 – 34. En leikurinn endaði með sigri Njarðvík 96 – 78.

Ungu leikmennirnir hjá báðum liðum fengu að spreyta sig og það voru flottir taktar hjá báðum liðum. Frank Aron Booker nýr leikmaður Vals var atkvæðamestur gestanna með 26 stig. Hjá heimamönnum var Mario Matasovic með 26 stig og nýr leikstjórnandi Njarðvík, Evaldas Zabas setti 20 stig.

Hvorugt lið var með amerískan leikmann. Dominique Hawkings er væntanlegur til landsins og Vals á næstu dögum og Wayne Martin lenti í gær og fylgdist með leiknum af bekk Njarðvíkinga. Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals sagði í samtali eftir leik að Pavel Ermolinski sem var ekki með Val í gær, fengi smá auka hvíld vegna landsleikjaálags undanfarið.

Það var fín mæting í Njarðtaksgryfjuna og ljóst að marga er farið að þyrsta í að tímabilið hefjist. Hér að neðan má sjá viðtöl við þjálfara liðanna tekin að leik loknum.

Fréttir
- Auglýsing -