spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaÆfingar leyfðar á ný í efstu deild

Æfingar leyfðar á ný í efstu deild

Frá og með fimmtudeginum geta leikmenn í efstu deildum körfubolta aftur æft, með og án snertingar, samkvæmt Svandísi Svavarsdóttur Heilbrigðisráðherra. Mun þetta vera liður í rýmkuðum sóttvarnarreglum, en hvorki æfingar né keppni fullorðinna hafði verið heimil frá upphafi október.

Staðfesti ráðherrann þetta í viðtali við Vísi eftir ríkisstjórnarfund nú í hádeginu. Brot úr reglugerðinni er hægt að lesa hér fyrir neðan, en hana er hægt að nálgast í heild hér.

  • Íþróttir: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar.
  • Íþróttir almennings: Öllum er heimilt að stunda skipulagðar æfingar utandyra sem krefjast ekki snertingar.
Fréttir
- Auglýsing -