spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaÆfingaleikur: Stólarnir lögðu Þór Akureyri í Síkinu

Æfingaleikur: Stólarnir lögðu Þór Akureyri í Síkinu

Leikurinn fór frekar rólega af stað en eftir jafnar fyrstu 5 mínútur settu heimamenn í gír og sóknin fór að ganga betur. Staðan 29-16 eftir fyrsta fjórðung. Í öðrum fjórðung gekk hinsvegar hvorki né rak hjá heimamönnum og Þórsarar gengu á lagið og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Heimamenn áttu í erfiðleikum með Ivan sem fann oftast leið að körfunni. Gestirnir söxuðu á forskot heimamanna og náðu að minnka muninn í 5 stig fyrir hálfleik, 46-41.

Heimamenn tóku aftur við sér í þriðja leikhluta og juku muninn. Jaka Brodnik var á eldi og fór oft illa með gestina. Nýr Bandarískur leikmaður Tindastóls, Shawn Glover, lék sinn fyrsta leik og átti ágæta spretti en virkaði frekar rólegur og var að missa nokkur auðveld skot. Hann á eflaust eftir að bæta sinn leik og finna betur fjalirnar í Síkinu. Staðan 76-60 eftir þriðja leikhluta og munurinn á liðunum sjáanlegur enda vopnabúr heimamanna töluvert stærra. Jaka og Glover héldu áfram að raða niður körfum og Tindastóll hélt áfram að bæta við forskotið. Heimamenn unnu á endanum sigur 100-76 og var hann síst of stór en Tindastóll virtist aldrei komast virkilega á flug í leiknum.

Jaka Brodnik átti frábæran leik og Tomsik og og Pétur Rúnar voru sprækir á köflum. Glover sýndi ágæta spretti en var augsjáanlega að leika sinn fyrsta leik og virkaði þungur á köflum. Hjá gestunum var Spánverjinn Ivan Aurrecoechea með stórleik og heimamenn áttu í miklum erfiðleikum með hann undir körfunni. Júlíus og Hlynur Einarsson, sem kom til Þórs frá Tindastól í haust, áttu ágætis leik en Srdan Stojanovic þarf að vera meira afgerandi í sóknarleik liðsins.

Myndasafn

Umfjöllun, myndir / Hjalti Árna

Fréttir
- Auglýsing -