spot_img
HomeFréttirÆfingaleikur: Njarðvík hafði betur gegn ÍR - Shakir með 51 stig

Æfingaleikur: Njarðvík hafði betur gegn ÍR – Shakir með 51 stig

Fréttir og tölfræði úr æfingaleikjum má senda á [email protected]

Njarðvík lagði ÍR með 11 stigum í æfingaleik liðanna í Hellinum í Breiðholti í gærkvöldi, 97-108.

Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi, en undir lok fyrri hálfleiksins sigu gestirnir úr Njarðvík framúr og voru með 10 stiga forystu þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 43-53.

Í upphafi seinni hálfleiksins náði Njarðvík svo enn að bæta við forystu sína og voru 20 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 70-90. Í fjórða leikhlutanum ná heimamenn svo aðeins að koma til baka, en allt kemur fyrir ekki, Njarðvík sigrar að lokum með 11 stigum, 97-108.

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var Shakir Smith með 51 stig og 5 fráköst, en hann var 8 af 12 fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum.

Fyrir Njarðvík var Mario Matasovic atkvæðamestur með 26 stig og 8 fráköst.

Bæði leika liðin sína fyrstu eiginlegu keppnisleiki á tímabilinu í VÍS bikarkeppninni eftir helgi, þar sem að ÍR mun taka á móti Þór og Njarðvík fær Val í heimsókn.

Mynd af tölfræði leiksins er hægt að sjá hér fyrir neðan:

Fréttir
- Auglýsing -