spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÆfingaleikur: KR-ingar fóru með sjö stiga sigur úr Fjósinu

Æfingaleikur: KR-ingar fóru með sjö stiga sigur úr Fjósinu

KR lagði Skallagrím með 7 stigum í Borgarnesi í æfingaleik liðanna í gær, 80-87. Skallagrímur leikur í fyrstu og KR í Dominos deildinni og því mætti gera ráð fyrir því að fyrirfram væri nokkur getumunur á styrk liðanna, en leikurinn að sjálfsögðu æfingaleikur, svo að óábyrgt væri að lesa of mikið í lokatölurnar.

Gestirnir úr Vesturbænum byrjuðu leik gærkvöldsins betur. Leiddu með 5 stigum eftir fyrsta leikhluta, 17-22. Undir lok fyrri hálfleiksins laga heimamenn í Skallagrím stöðuna aðeins, 37-40 þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiksins er leikurinn svo áfram merkilega jafn. KR með aðeins 7 stiga forystu fyrir fjórða leikhlutann, 63-70. Í honum gera þeir svo nóg til þess að sigla nokkuð öruggum 7 stiga sigur í höfn, 80-87.

Atkvæðamestir fyrir KR í leiknum voru Matthías Orri Sigurðarson með 22 stig, 5 fráköst og 9 stoðsendingar og bróðir hans Jakob Örn Sigurðarson bætti við 16 stigum. Fyrir heimamenn í Skallagrím skilaði Mustapha Traore 22 stigum og 11 fráköstum og Nebojsa Knezevic bætti við 16 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -