spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaÆfingaleikur: Höttur hafði betur á Akureyri

Æfingaleikur: Höttur hafði betur á Akureyri

Heimamenn í Þór Akureyri töpuðu 71-78 gegn Hetti í æfingaleik sem fram fór í höllinni í kvöld. Í lið Þórs vantar Dedric Basile sem er væntanlegur á mánudag og þá sat Bandaríski framherjinn Rowell Anton Graham upp í stúku og horfði á leikinn og hann mun reyndar ekki koma meir við sögu í vetur en hann hefur fengið reisupassann. En Höttur leiddi lengst af í kvöld og hafði yfir í hálfleik 38-39. Í síðari hálfleik náðu þeir um tíma 14 stiga forskoti. Hafa verður í huga að þetta er fyrsti æfingaleikur Þórs undir stjórn Andy.

Júlíus Orri var stigahæstur Þórs með 23 stig 6 fráköst og 3 stoðsendingar. Ivan Aurrecoece 17/18/1, Srdan Stojanovic 17/4/6, Hlynur Freyr 6 stig, Kolbeinn Fannar 5/3/0, Ólafur Snær 2/3/2 og Ragnar Ágústsson 1/1/0.

Hjá Hetti var Dino Stipcic með 17 stig 4 fráköst og 1 stoðsendingu aðrir Shavar Newkirk 13/6/6, David Ramos 13/12/2, Juan Naerro10/4/3, Eysteinn Ævarsson 9/1/1, Brynjar Grétarsson 6/1/1, Hreinn Birgisson 5/1/0, Sigmar Hákonarson 3/0/3 og Sigurður Þorsteinsson 2/12/2.

Myndasafn

Umfjöllun, myndir / Palli Jóh

Fréttir
- Auglýsing -