spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaÆfingaleikur: Hlynur á eldi fyrir utan er Stjarnan vann Keflavík

Æfingaleikur: Hlynur á eldi fyrir utan er Stjarnan vann Keflavík

Nú þegar aðeins eru nokkrar vikur í að leikar fari af stað í Dominos deild karla eru liðin í óða önn að undirbúa sig fyrir átök komandi veturs. Eitt af því sem þau eru að gera er að spila æfingaleiki, en í kvöld lagði Stjarnan lið Keflavíkur í einum slíkum í MGH, 87-73.

Einhverjir áhorfendur voru á því að nokkur haustbragur hafi einkennt nokkra kafla leiksins. Leikmaður Keflavíkur, Hörður Axel Vilhjálmsson, var rekinn út úr húsi snemma í leiknum eftir að hafa fengið tvær tæknivillur og léku hans menn því án hans restin f leiknum. Einhverja leikmenn vantaði í bæði lið, en bæði eru ekki allir erlendir leikmenn Stjörnunnar farnir að leika fyrir þá enn, sem og einhver skörð voru í leikmannahóp Keflavíkur.

Atkvæðmestur fyrir Stjörnuna í leiknum var Hlynur Bæringsson með 26 stig og 6 fráköst, en hann setti niður 6 af 8 þriggja stiga skotum í leiknum. Fyrir Keflavík var það Dean Williams sem dróg vagninn með 32 stigum og 19 fráköstum.

Mynd af tölfræði leiksins er hægt að sjá hér fyrir neðan:

Fréttir
- Auglýsing -