spot_img
HomeFréttirÆfingaleikur hjá Solna Vikings

Æfingaleikur hjá Solna Vikings

 Nú fer allt að vera til reiðu hjá Solna Vikings og Loga Gunnarssyni í Svíþjóð fyrir komandi átök. Liðið atti kappi við Plannja nú í vikunni og höfðu Solna sigur 99-91. Plannja liðið fór alla leið í úrslit á síðasta tímabili. 
 Okkar maður átti flottan leik, skoraði 20 stig og var stigahæstur ásamt því að bæta við 3 stoðsendingum og hrifsa 3 fráköst.  Fyrsti leikur liðsins á tímabilinu er einmitt gegn Jakob Sigurðarsyni og Hlyn Bærings í Sundsvall þann 12. október nk. 
 
skuli@karfan.is
Fréttir
- Auglýsing -