spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÆfingaleikir: Valur lagði Breiðablik - Fjölnir hafði betur gegn Njarðvík

Æfingaleikir: Valur lagði Breiðablik – Fjölnir hafði betur gegn Njarðvík

Nú þegar aðeins eru nokkrir dagar í að leikar fari af stað í Dominos deild kvenna eru liðin í óða önn að undirbúa sig fyrir átök komandi veturs. Eitt af því sem þau eru að gera er að spila æfingaleiki, en í gær lagði Valur lið Breiðabliks í einum slíkum í Smáranum, 71-74.

Líkt og sjá má í færslu Vals hér fyrir neðan var um nokkurn spennuleik að ræða, þar sem að liðin skiptust á forystunni í sex skipti. Atkvæðamest fyrir Val í leiknum var nýr leikmaður þeirra Hildur Björg Kjartansdóttir með 21 stig og 14 fráköst. Fyrir Breiðablik var það Isabella Ósk Sigurðardóttir sem dróg vagninn með 28 stigum og 10 fráköstum.

Þá fór í gær einnig fram æfingaleikur á milli nýliða Fjölnis í Dominos deildinni og fyrstu deildar liðs Njarðvíkur í Njarðtaks-Gryfjunni. Þar hafði Fjölnir betur, 68-49, en lesa má frekar um leikinn í færslunni hér fyrir neðan.

Fréttir
- Auglýsing -