spot_img
HomeFréttirÆfingahópar undir 18 ára liða Íslands klárir fyrir 2021

Æfingahópar undir 18 ára liða Íslands klárir fyrir 2021

Nú í hádeginu var tilkynnt hvaða leikmenn það væru sem valdir hefðu verið í æfingahóp undir 18 ára liðs stúlkna og drengja sem taka munu þátt í verkefnum sambandsins sumarið 2021. Líkt og áður hafði verið greint frá, munu liðin ekki koma saman fyrr en á nýju ári.

Tilkynning:

Þjálfarar yngri landsliða KKÍ hafa boðað þá leikmenn sem þeir hafa valið í sína fyrstu æfingahópa yngri landsliðana fyrir U15, U16 og U18 ára landslið drengja og stúlkna fyrir verkefni sumarið 2021. 

Alls eru 173 leikmenn boðaðir í æfingahópa frá 23 íslenskum félögum og fjórum erlendum. (sjá skiptingu milli félaga nánar neðst).

Engar æfingar milli jóla og nýárs:
Eins og við vitum öll þá eru uppi fordæmalausir tímar með ýmsum hindrunum sem körfuknattleikshreyfingin hefur verið að glíma við sl. árið og hafa leikmenn, þjálfarar og félögin ekki farið varhluta af þeim áskorunum og takmörkunum sem þurft hefur að eiga við.  

Æfingar leikmanna í árgangi 2005 og síðar voru leyfðar fyrir nokkrum vikum hjá félögunum sem og meistarflokkum félaganna í tveim efstu deildum nú í vikunni. KKÍ vinnur að því, og bindur vonir við, að æfingar árg. 2004 og upp í mfl. fái að hefja æfingar líka sem fyrst.

Á fundi afreksnefndar KKÍ sem fram nýlega var lagt til, sem síðan var samþykkt á fundi stjórnar KKÍ í kjölfarið, að KKÍ mun ekki standa fyrir landsliðsæfingum yngri liða í íþróttahúsum milli jóla og nýárs eins og venjan er. 

Yfirvöld hafa óskað eftir því við landsmenn að halda blöndun hópa og jólaboðum í lágmarki og að hver og ein  fjölskylda búi sér til sína eigin „jólalkúlu“. KKÍ telur að skynsamlegast í ljósi sóttvarnarráðstafanna að leikmenn fari varlega af stað eftir langt hlé og æfi með sínum félögum út desember hjá hverju félagi fyrir sig í sinni heimabyggð og við það verður ekki blöndun leikmanna víðs vegar af landinu frá mörgum félögum á landsliðsæfingum á vegum KKÍ.

Fundir liða:
Í stað þess að æfa ætlar KKÍ að halda utan um hópana með fundum og fræðslu. Leikmennirnir fá frekari boð frá sínum landsliðsþjálfurum á næstunni um tvo fjarfundi sem haldnir verða sitt hvorn daginn milli jóla og nýárs, einn fund með hverju liði/þjálfara fyrir sig fyrst og svo verður annar stór fræðslufundur með gestafyrirlesurum annan daginn.

U18 stúlkna: Sævaldur Bjarnason
U18 drengja: Israel Martin

U18 stúlkna · 25 leikmenn
Agnes María Svansdóttir · Keflavík
Agnes Perla Sigurðardóttir · Keflavík
Anna Lára Vignisdóttir · Keflavík
Ásdís Jóhannesdóttir · Haukar
Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir · Stjarnan
Dagbjört Hálfdánardóttir · Haukar
Diljá Ögn Lárusdóttir · Fjölnir
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar
Emma Sóldís Hjördísardóttir · Fjölnir
Emma Theodórsson · Moon Area H.S, USA
Eygló Nanna Antonsdóttir · Keflavík
Hekla Eik Nökkvadóttir · Grindavík
Helena Haraldsdóttir · KR
Helena Rafnsdóttir · Njarðvík
Hulda Björk Ólafsdóttir · Grindavík
Karen Lind Helgadóttir · Tindastóll
Krista Gló Magnúsdóttir · Njarðvík
Kristlaug Eva Wium Elíasdóttir · Tindastóll
Kristrún Ríkey Ólafsdóttir · Haukar
Lára Ösp Ásgeirsdóttir · Njarðvík
Marín Lind Ágústsdóttir · Tindastóll
Rebekka Rut Hjálmarsdóttir · Stjarnan
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Snæfell
Viktoría Rós Horne · Grindavík
Vilborg Jónsdóttir · Njarðvík

U18 drengja · 26 leikmenn
Alexander Óðinn Knudsen · KR
Almar Orri Atlason · KR
Arnar Freyr Tandrason · Breiðablik
Aron Elvar Dagsson · Breiðablik
Aron Ragnarsson · Hrunamenn
Ágúst Goði Kjartansson · Haukar
Bragi Guðmundsson · Grindavík
Daníel Ágúst Halldórsson · Fjölnir
Eyþór Árnason · Hrunamenn
Guðmundur Aron Jóhannesson · Fjölnir
Hákon Helgi Hallgrímsson · Breiðablik
Hjörtur Kristjánsson · KR
Hringur Karlsson · Hrunamenn
Ísak Örn Baldursson · Fjölnir
Ísak Júlíus Perdue · Þór Þ.
Jónas Bjarki Reynisson · Þór Þ.
Karl Ísak Birgisson · Fjölnir
Leif Möller · Þýskt lið
Mikael Freyr Snorrason · Stjarnan
Orri Gunnarsson · Stjarnan
Ólafur Ingi Styrmisson · Fjölnir
Óskar Gabríel Guðmundsson · Stjarnan
Róbert Sean Birmingham · Baskonia, Spánn
Sófus Máni Bender · Fjölnir
Þorgrímur Starri Halldórsson · KR
Örvar Harðarson · Tindastóll

Fréttir
- Auglýsing -