spot_img
HomeFréttirÆfingabúðir fyrir STÓRA leikmenn

Æfingabúðir fyrir STÓRA leikmenn

 
Stjórn KKÍ hefur ráðið Friðrik Ragnarsson til að hafa umsjón með þjálfun ungra hávaxinna leikmanna. Ákveðið hefur verið að hafa æfingabúðir fyrir hávaxna leikmenn föstudaginn 29. apríl og laugardaginn 30. apríl. Búðirnar eru fyrir stráka og stelpur á aldrinum 14-18 ára (árgangar ’93, ’94, ’95, ’96 og ’97).
Yfirumsjón verður í höndum Friðriks Ragnarssonar en honum til aðstoðar verða Pétur Guðmundsson, fyrrverandi NBA leikmaður, Stefán Arnarson, Signý Hermannsdóttir, Friðrik Stefánsson, Jóhannes Kristbjörnsson, Egill Jónasson, Ragnar Nathanaelsson ásamt fleiri góðum gestum.
 
Æft verður tvisvar á föstudeginum og einu sinni á laugardeginum. Því til viðbótar verður boðið upp á fyrirlestra frá næringarfræðingi og styrktarþjálfara.
 
Markmiðið er að finna hæfileikaríka framtíðarleikmenn um allt land. Tekið verður við ábendingum frá félögum og íþróttakennurum og úr þeim hópi verða strákar og stelpur valin sem taka munu þátt í æfingabúðunum.
 
Þeir sem hafa ábendingar um hávaxna leikmennn á þessum aldri eru beðnir um að senda áfram á [email protected] og [email protected] fyrir lok þriðjudagsins 12. apríl.
 
Staðsetning liggur ekki fyrir en æft verður á höfuðborgarsvæðinu. Nánari upplýsingar um búðirnar verða á kki.is þegar nær dregur.
 
Dagskráin verður á þessa leið:
 
Föstudagur 29. apríl:
13.00 – 15.00 • Æfing
15.30 – 16.30 • Fyrirlestur
17.00 – 19.00 • Æfing
 
Laugardagur 30. apríl:
11.00 – 13.00 • Æfing
13.30 – 14.30 • Fyrirlestur
 
Fréttir
- Auglýsing -