spot_img
HomeFréttirAdvania tölfræði liða og leikmanna í Dominosdeild karla

Advania tölfræði liða og leikmanna í Dominosdeild karla

Tölfræðiveisla Advania og Karfan.is heldur áfram. Nú eru það uppraðanleg tölfræðisöfn liða og leikmanna. Hvaða lið er best í sókn? Hvaða lið er best í vörn? Hvaða leikmenn skara fram úr í skotnýtingu? Eða jafnvel frákastahlutfalli?  Allt þetta er hægt að finna hér að neðan.
 
Neðst í pistlinum er tengill á Excel skjal sem hægt er að skoða gagnvirkt á netinu án þess að þurfa Excel forritið sjálft. Þar er hægt að sjá hvernig hvert og eitt lið stendur andspænis öðrum liðum í deildinni í hverjum og einum tölfræðilið, skv. Fjórþáttagreiningu (e. Four Factors). Hægt er að raða upp liðunum eftir hvaða þætti sem er eða t.d. Pace (leikhraða). Það er gert með hnöppunum sem eru við haus hvers tölfræðiliðs.
 
Einkunnargjöf liða er á þesssa leið: Skotnýtingin (eFG%) fær mesta vigt eða 40%, tapaðir boltar (TOV%) 25%, sóknarfráköstin (ORB%) 20% og að lokum hlutfall víta og skottilrauna (FT/FGA) 15%. Vegið meðaltal þessara þátta gefa svo einkunn hvers liðs í sókn (S) og vörn (V). Jafnt meðaltal þessara tveggja vegnu meðaltala sýnir svo “Alls” dálkinn. Lægstu gildin í S, V og Alls dálkunum sýna bestu liðin í sókn, vörn og í heildina. 
 
Til að sjá tölfræði leikmanna þarf að smella á “Leikmenn” flipann neðst í skjalinu. Þar sést tölfræði helstu leikmanna deildarinnar (leikmenn sem leikið hafa 38% af mögulegum mínútufjölda í leikjum liðs eftir þær umferðir sem spilaðar hafa verið. Þetta er það lágmark sem sett er á útreikning PER mælikvarðans.
 
Meðfylgjandi mynd sýnir það sem þarf að huga að varðandi þessi skjöl. Uppröðunina, meðaltöl deildarinnar, útskýringar á hverjum tölfræðiþætti og svo hvar hægt er að finna leikmannaflipann.  Hægt er að smella á myndina sjálfa til að fá stærri útgáfu af henni.
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -