15:18
{mosimage}
(Marvin Valdimarsson og félagar í Hamri unnu sitt eigið æfingamót á dögunum)
Síðustu viku ágústmánaðar fór fram í Hveragerði æfingamót hjá meistaraflokk karla. Þátttökulið í mótinu voru Hrunamenn, Þór Þorlákshöfn, Hamar A og Hamar B, mótið var spilað á þriðjudegi, fimmtudegi og laugardegi þar sem allir spiluðu við alla.
Á þriðjudag spiluðu Hamar A og Hamar B þar sem Hamar A vann nokkuð öruggan sigur (83 –49), seinni leikurinn var milli Hrunamanna og Þórs þar sem svipað upp á teningnum og unnu Þór öruggt (84 – 54). Á fimmtudag spiluðu Hamar B gegn Þór og náðu ungu strákarnir í Hamri að stríða Þór framan af leik en í seinni hálfleik stigu Þórsarar upp og lönduðu sigri (59 – 72). Seinni leikurinn á fimmtudag var nokkuð öruggur sigur Hamarsmanna gegn Hrunamönnum (93 – 66) og virtist sem gömlu mennirnir í Hamri hafi haft gott af smá leikæfingu gegn ungu strákunum fyrr í vikunni.
Mótinu lauk síðan á laugardegi í samstarfi við bæjarhátíðina Blómstrandi daga og tókst það bara með ágætum. Hrunamenn byrjuðu daginn með því að leggja Hamar B (67 – 54) þar sem Hrunamenn náðu vel að nýta breidd leikmannahópsins og var raunar gaman að sjá hversu marga leikmenn Hrunamenn virðast hafa fyrir veturinn og því horfurnar nokkuð bjartar hjá þeim. Seinni leikurinn á laugardag sem um leið var úrslitaleikur mótsins var síðan milli Hamars A og Þórs. Leikurinn var fjörugur frá fyrstu mínútu og greinilegt að þegar þessir „fornu fjendur“ eigast við þá er alltaf um hörkuleik að ræða. Hamarsmenn unnu leikinn fyrir rest en út allan leiktíman voru Þórsarar skammt undan og líta bara nokkuð vel út fyrir veturinn.
Úrslit leikja
Hamar A – Hamar B 83 – 49
Þór Þ – Hrunamenn 84 – 54
Hamar B – Þór Þ 59 – 72
Hrunamenn – Hamar A 66 – 93
Hrunamenn – Hamar B 67 – 54
Hamar A – Þór Þ 84 – 76
Stigaskor einstakra leikmanna á æfingamóti Hamars í körfuknattleik
Hamar A
leikmaður |
Hrunamenn |
Þór Þorláksh |
Hamar B |
Samtals |
Ragnar Á. Nath |
10 |
9 |
18 |
37 |
Viðar Örn |
|
8 |
17 |
25 |
Svavar Páll |
6 |
15 |
2 |
23 |
Marvin Vald |
17 |
28 |
38 |
83 |
Oddur Ólafs |
14 |
15 |
0 |
29 |
Hjalti Valur |
0 |
0 |
2 |
2 |
Stefán Halld |
7 |
0 |
0 |
7 |
Páll Helgas |
0 |
9 |
0 |
9 |
Emil |
7 |
0 |
0 |
7 |
Þór Þorlákshöfn
leikmaður |
Hrunamenn |
Hamar A |
Hamar B |
Samtals |
Baldur Ragnar |
23 |
20 |
16 |
59 |
Elvar |
|
8 |
|
8 |
Davíð |
|
7 |
|
7 |
Emil Karel |
Fréttir |