Skráður var til leiks fyrir þetta tímabil unglingaflokkur drengja og var valinn maður í hverri stöðu, allt frábærir og geðgóðir ungir piltar og með frábæran þjálfara á hliðarlínunni og ekki má gleyma Kára Mar sem hefur staðið með Martin á hliðarlínunni.
Þessir strákar byrjuðu tímabilið í október og hafa lent í allskonar veðrum á leið sinni í leiki og á heimleiðinni og hafa þurft að fara krókaleiðir til þess að komast heim eða þurft að gista einhversstaðar á leiðinni, en það truflaði þá nú ekki að leggja af stað í ferðalögin vitandi það að annað hvort kæmust þeir ekki heim eða þyrftu að fara krókaleið til að komast heim og sýnir þetta okkur hvað þetta eru miklir keppnismenn og kalla ekki allt ömmu sína.
En þar sem vor er í lofti og allt leiðinda veður úr sögunni skulum við snúa okkur að gengi strákanna í vetur sem segja má vera einskonar öskubuskuævintýri þeir vinna alla sína leiki og fara taplausir í gegnum tímabilið og var 1. sætið þeirra alveg skuldlaust og ekki skemmdi það fyrir að strákarnir áttu stórleiki í vetur og var það hin besta skemmtun að fylgjast með þeim í vetur. Og margir bæjarbúar að tala um þessa stráka og gengi þeirra í vetur sem yljar manni og ekki skemmir það hvað unga kynslóðin tekur eftir gengi þeirra og eru þeir fyrirmyndirnar fyrir þau.
Á þriðjudaginn síðasta tóku strákarnir á móti ÍR – ingum í undanúrslita leik og sýndu strákarnir okkar hvernig ætti að spila körfubolta og sýndu þeim afhverju þeir enduðu í 1. sæti og tóku strákana úr Breiðholtinu í kennslustund og urðu lokatölur 104 – 66 og strákarnir á leið í úrslitaleikinn í Stykkishólmi á laugardaginn 25. apríl og verða mótherjar FSu. Leikurinn er kl:19:00 og fyrir þá sem ekki komast í Hólminn að styðja þessa flottu stráka þá verður leikurinn sýndur beint á www.sporttv.is
Áfram Tindastóll
F.h. Tindastóls
Sædís Bylgja



