spot_img
HomeFréttirAðsent: Hreyfingardagur í Valsheimilinu 11. október

Aðsent: Hreyfingardagur í Valsheimilinu 11. október

Hreyfing er mikilvæg í baráttunni við krabbamein og því ætlum við Valskonur í körfubolta í samvinnu við Bleiku slaufuna að halda Hreyfingardag í Valsheimilinu föstudaginn 11.október frá klukkan 15:00 til 17:00.
 
 
Hreyfingardagurinn er hugsaður sem dagur fyrir konur á öllum aldri til þess að hafa gaman, hreyfa sig og styrkja góðan málstað í leiðinni. Mismunandi leiðir til þess að hreyfa sig verða kynntar (svo sem dans, jóga, blak, körfubolti o.fl) og þátttakendur taka virkan þátt. Skráningargjald er 1000 kr og rennur það óskipt til Krabbameinsfélags Íslands, framlög umfram skráningargjald að sjálfsögðu vel þegin. Húsið opnar kl. 14:00 og á staðnum verða viðburðir tengdir hreyfingu.
 
Endilega taktu vinnufélaga, saumaklúbbinn, vinkonur eða bara hvern sem er með þér! Skráðu þig og þinn hóp á [email protected]
 
Hlökkum til að sjá þig!
– KörfuboltaStelpur í Val & BleikaSlaufan
 
  
Fréttir
- Auglýsing -