spot_img
HomeFréttirAðsent: Filmumyndir innihalda alltaf einhverja sál sem þær stafrænu ná ekki að...

Aðsent: Filmumyndir innihalda alltaf einhverja sál sem þær stafrænu ná ekki að fanga

Eftir að hafa myndað íþróttir og þá aðallega körfubolta í um þrjú ár á digital vél, þá fannst mér löngu vera kominn tími á það að ferðast aðeins til fortíðar og út fyrir þægindaramma hinnar stafrænu ljósmyndunar. Mér þykir fátt fallegra en filmuljósmyndun, þeir sem hana þekkja vita að hún krefst mun meiri aga en sú stafræna og það þýðir lítið að kíkja aftan á vélina og athuga hvort það þurfi að opna eða loka um eitt stopp eða auka hraðann til að frysta hreyfingu.
Svo innihalda filmumyndir alltaf einhverja sál sem þær stafrænu ná ekki að fanga. Þannig að nú var kominn tími á að taka körfuboltaleik á gömlu góðu filmuvélina. Ofan í myndavélatöskuna fór Canon EOS A2e og tvær filmur, annars vegar Ilford Delta 3200 og hinsvegar Kodak Tri-X 400  (ásamt digital dótinu).
 
Til að byrja með ákvað ég að prufa þessar tvær filmur og skera þannig úr um hvora þeirra ég mun koma til með að nota framvegis. Báðar filmurnar framkallaði ég sem 1600asa. Sem þýddi að Kodak filmuna þurfti að yfirframkalla um tvö stopp og Ilford filmuna niður um eitt. Það var nokkuð ljóst að þennan slag vann Tri-X filman frá Kodak með sæmd, hún er bæði fallegri og kontrast meiri, að vísu er hægt að láta Ilford filmuna líta jafn vel út með smá photoshop vinnu, en þar sem hún kostar rúmlega helmingi meira en Tri-X filman, þá er það einfaldlega ekki þess virði. Afraksturinn varð 72 myndir, misgóðar og margar bara alls ekki góðar. En mig langaði að deila nokkrum úr þessu safni með ykkur og vona að þið hafið gaman af, þetta eru bæði myndir af Ilford filmunni sem og Kodak. Ég mun svo hafa hana áfram í töskunni á næstu leikjum og fanga stemminguna á filmu jafnt sem sensor.
 
 
Hjalti Vignis
  
Fréttir
- Auglýsing -