spot_img
HomeFréttirAdomas Drungilas yfirgefur Íslandsmeistara Þórs

Adomas Drungilas yfirgefur Íslandsmeistara Þórs

Adomas Drungilas mun samkvæmt heimildum Körfunnar ekki leika með Íslandsmeisturum Þórs á komandi tímabili í úrvalsdeild karla. Adomas kom til liðsins fyrir síðasta tímabil og skilaði 14 stigum, 10 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í 30 leikjum fyrir liðið. Þá var hann valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir að liðið tryggði sér titilinn.

Samkvæmt heimildum Körfunnar mun Adomas hafa samið á nýjan leik við Tartu í Eistlandi, en hann lék með þeim síðast tímabilið áður en hann kom til Þórs, 2019-20.

Fréttir
- Auglýsing -