Tindastóll hefur framlengt samningi sínum við Adomas Drungilas til næstu þriggja ára.
Adomas hefur leikið með Tindastóli frá árinu 2022, en þá kom hann til félagsins frá Þór í Þorlákshöfn þar sem hann varð Íslandsmeistari árið 2021. Árið 2023 varð hann svo Íslandsmeistari með Tindastóli, en hann hefur frá því hann kom fyrst til Íslands árið 2020 farið í fjögur skipti í lokaúrslit.