spot_img
HomeFréttirAdelman til Rockets

Adelman til Rockets

16:15 

{mosimage}

Houston Rockets hafa ráðið Rick Adelman sem þjálfara liðsins til að taka við af Jeff Van Gundy og vonast til þess að með ráðningu Adelman verði hægt að færa til grafar þá þungu skugga er færast yfir lið Rockets þegar það kemur í úrlsitakeppnina. Sem dæmi má nefna þá hefur Tracy McGrady aldrei komist með Rockets upp úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni. Skemmst er þess að minnast að á blaðamannafund á dögunum gekk McGrady af fundinum með grátstafinn í kverkunum er Rockets höfðu fallið úr úrslitakeppninni.

 

Þess má geta að Rick Adelman er með hæsta sigurhlutfall allra NBA þjálfara í sögunni sem hafa ekki unnið til meistaratitils. Adelmanner með 61% vinningshlutfall, 752 sigra og 481 töp.

 

Adelman snýr nú aftur í NBA deildina en hann var síðast þjálfari Sacramento Kings leiktíðina 2005-2006 en að lokinni þeirri leiktíð ákváðu Kings að endurnýja ekki samninginn við Adelman. Þjálfarinn sigursæli, án meistaratitils, verður því ellefti þjálfari Rockets í sögu félagsins. Houston hefur aðeins unnið tvo meistaratitla en þá var Rudy Tomjanovich þjálfari liðsins í bæði skiptin.

 

Houston hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppninni síðan 1997 og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að Adelman sé sá rétti í starfið og geti blásið liðsmönnum byr í brjósti.

Fréttir
- Auglýsing -