Stjórn KKÍ hefur samþykkt að tillögu mótanefndar þess efnis að eitt lið falli úr 1. deild karla í 2. deild karla frá og með keppnistímabilinu 2017-18. Aðeins eitt A lið mun fara upp í 1. deild karla að lokinni úrslitakeppni í 2. deild karla. Þessi reglubreyting tekur gildi nú þegar. www.kki.is greinir frá.