spot_img
HomeFréttirAðdáendur KR hrella Magnús

Aðdáendur KR hrella Magnús

 
Eitthvað virðast aðdáendur KR óttast Keflvíkinginn Magnús Gunnarsson eftir að kappinn fór hamförum í síðasta leik liðanna og setti 29 stig í sigri Keflavíkur 104-103 eftir framlengingu á mánudaginn síðastliðinn. Magnús greindi frá því á facebook síðu sinni í gærkvöldi að hann hefði fengið sms-skilaboð frá að því er virðist aðdáendum KR-inga. www.vf.is greinir frá.
Í einu þeirra stóð: „Þú ert svo lélegur, þetta verður svo auðvelt. KR-ingur nr.1.“ Víkurfréttir höfðu samband við Magnús en hann hló að þessu öllu saman og sagði þetta oft hafa komið fyrir áður.
 
„Ég fékk líka annað sms sem í stóð; „Kvöldmatur hjá okkur annað kvöld verður Keflavík, kveðja KR,“ en Magnús fékk skilaboðin um klukkan 11 í gærkvöldi. Lesa fréttina í heild sinni hjá Víkurfréttum

Mynd/ Tomasz KolodziejskiEinhverjir stuðningsmenn KR hafa fundið sig nauðbeygða til að splæsa í kyndingar á Magnús Þór Gunnarsson leikmann Keflavíkur.

Fréttir
- Auglýsing -