spot_img
HomeFréttirAdama Darboe heldur á suðrænar slóðir

Adama Darboe heldur á suðrænar slóðir

7:19

{mosimage}

Daninn Adama Darboe sem leikið hefur með Grindavík síðastliðin tvö tímabil heldur nú suður á bóginn og mun leika á Spáni næsta tímabil.

Adama hefur samið við spænska liðið CB Huelva sem leikur í LEB brons (D deild) en liðið lék síðastliðinn vetur í LEB gull (B deild) en lenti í miklum fjárhagsvandræðum og fer því niður um tvær deildir. Pavel Ermolinskij og Damon Johnson léku með liðinu á síðasta tímabili og bárust oft fréttir af verkföllum leikmanna sem fengu ekki laun sín greidd.

Adama segir í viðtali við DK4sport að hans markmið hafi alltaf verið að komast á samning á suðrænum slóðum og nú sé fyrsta markmiðinu náð þar.

Hann mun þó klára landsliðsverkefni haustsins en Danir eru eins og flestir vita með Íslendingum í riðli og hafa leikið tvo leiki, gegn Austurríki og Íslandi og hafa báðir leikirnir tapast. Danir mæta svo Hollendingum á heimavelli á miðvikudag en á laugardag halda þeir svo til Svartfjallalands og mæta stjörnuprýddu liðið Svartfellinga.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -