spot_img
HomeFréttirAdam Silver: Stjörnuleiknum verður breytt fyrir næsta ár

Adam Silver: Stjörnuleiknum verður breytt fyrir næsta ár

 

Framkvæmdarstjóri NBA deildarinnar, Adam Silver, lét hafa það eftir sér í pallborðsumræðum á ráðstefnu nú fyrir helgina að uppi væru hugmyndir um að breyta fyrirkomulagi Stjörnuleiks NBA deildarinnar. Sagði hann að krafan hafi komið frá formanni leikmannasamtakana, leikmanni Los Angeles Clippers, Chris Paul. Paul hafi hringt í hann eftir síðasta leik og einfaldlega sagt "Við þurfum að breyta þessu", en eins og þeir sem sáu leikinn vita, var ekki mikið um keppni í honum. Þar sem að lið Vesturstrandarinnar sigraði Austurströndina í einhverjum leiðinlegasta körfuboltaleik sem spilaður hefur verið, með 191 stigi gegn 182.

 

Hugmyndir Paul voru að fleiri en þeir tveir kæmu að borðinu til þess að ákveða hvernig leiknum yrði breytt. Frá eigendahliðinni voru nefnd þau Michael Jordan (eigandi Charlotte Hornets) og Jeanie Buss (eigandi Los Angeles Lakers), frá hlið leikmanna þeir James Jones, Kyle Korver og Lebron James (leikmenn Cleveland Cavaliers) 

 

Ekkert verið ákveðið með nákvæmlega hvernig leiknum yrði breytt. Þó nefndi Silver hugmyndir með fjögurra stiga skot sem yrðu tíu stiga skot síðustu mínútuna, að fyrirliðar liða myndu velja byrjunarliðin og eitthvað fleira sem mögulegar breytingartillögur. Enn frekar sagði hann að leiknum yrði örugglega breytt fyrir þann sem er á næsta ári í Los Angeles og hvatti fólk eindregið til þess að senda tillögur til hans á tölvupóstfangið [email protected].

 

Upphafleg frétt ESPN

 

 

 

ESPN:

 

 

Bleacher Report:

 

What can Adam Silver do to improve the All-Star Game?

A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) on

Fréttir
- Auglýsing -