spot_img
HomeFréttirAdam Eiður heldur út í háskólaboltann "Tíminn í Njarðvík er auðvitað ómetanlegur"

Adam Eiður heldur út í háskólaboltann “Tíminn í Njarðvík er auðvitað ómetanlegur”

Njarðvíkingurinn Adam Eiður Ásgeirsson mun næstu fjögur árin leika með John Brown University í bandaríska háskólaboltanum. Adam, sem er 21. árs hefur leikið upp alla yngri flokka Njarðvíkur, sem og með yngri landsliðum Íslands. Þá hefur hann einnig leikið með meistaraflokk félagsins, sem og var hann með Þór í Dominos deildinni tímabilið 2017-18.

John Brown leikur í NAIA deild háskólaboltans, nánar tiltekið í Sooner Athletic deildinni.

Í viðtali við vefmiðil umfn.is sagði Adam að hann yrði í rólegum bæ þar sem hlutirnir ættu að vera einfaldir fyrir hann, námið og körfuboltinn. Enn frekar segir hann tíma sinn í Njarðvík vera ómetanlegan og að það komi seinna að því að hann verði hluti af því að setja fána á vegg hússins. Viðtalið í heild er hægt að lesa hér.

Fréttir
- Auglýsing -