spot_img
HomeFréttirAdam Eiður: Fékk gott tækifæri í Njarðvík

Adam Eiður: Fékk gott tækifæri í Njarðvík

Adam Eiður Ásgeirsson hefur ákveðið að yfirgefa uppeldisfélag sitt Njarðvík og söðla um. Hann hefur samið við nýliða Hattar fyrir næsta tímabil í Dominos deildinni. 

 

Adam var með rúm þrjú stig á tíu mínútum að meðaltali í leik en hann var einnig í stóru hlutverki í U18 landsliði Íslands sem var norðurlandameistari síðasta sumar. 

 

Á heimasíðu Hattar kemur einnig fram að búið sé að semja við leikmenn sem voru með liðinu í vetur að leika með því áfram en ekki kemur fram hvaða leikmenn það eru. 

 

"Ég rauninni bara til að leita að nýjum tækifærum og nýjum ævintýrum. Ég fékk vissulega gott tækifæri í Njarðvík og er þakklátur því en fæ kannski öðruvísi tækifæri og áskoranir í Hetti. Þetta er til dæmis góður undirbúningur fyrir það að fara í skóla erlendis ef svo verður úr en þangað leitar hugur minn. Einnig bara spennandi starf sem þeir eru að vinna á Egilstöðum með flott fólk og vonandi get ég hjalpað til bara" sagði Adam í samtali við Karfan.is inntur eftir því hvort hann sæi ekki fram á sömu tækifæri í Njarðvík á komandi tímabili. 
 

 

Fréttir
- Auglýsing -