spot_img
HomeFréttirAdam Darboe í Reebook búðum

Adam Darboe í Reebook búðum

12:51

{mosimage}

Adam Darboe leikmaður Grindavíkur var á dögunum þátttakandi í Reebook Eurocamp sem fram fór á Ítalíu. Þangað er boðið ungum og efnilegum körfuknattleiksmönnum víða að úr Evrópu. Þar mæta einnig margir njósnarar frá NBA og einnig stóru liðunum í Evrópu og hafa þó nokkrir leikmenn sem hafa tekið þátt í þessum búðum fengið góða samninga. 

Einn Íslendingur hefur verið í þessum búðum en það er Pavel Ermolinskij. Þá er er stjórnandi þessara búða Pete Philo sem lék með Njarðvík um árið. Heimasíða Åbyhøj skrifar um búðirnar og segir að Adam hafi tekið þátt í búðunum í þeirri von að komast hjá einhverru stóru liðanna, í samningi hans við Grindavík standi að bjóðist honum eitthvað annað fyrir 15. júlí þá sé honum frjálst að fara.

Þeir umboðsmenn sem heimasíðan talaði við voru þó á að Adama hefði ekki sýnt sitt besta, hann hafi ekki verið nógu áberandi og of ragur við að skjóta. Heimasíðan vill þó meina að það gæti hafa haft áhrif að Adam var í liði með Ítalanum Marco Belinelli sem fékk mesta athygli í búðunum. Hann fór svo áður en búðunum lauk til æfinga með Washington Wizards. Danska sjónvarpsstöðin DK4 var í búðunum og fylgdi Adam eftir og verður þátturinn sýndur á stöðinni í ágúst. 

[email protected] 

Mynd: www.aaifbasket.dk

Fréttir
- Auglýsing -