Aðalsteinn Hjartarsson dómari hlaut þann heiður um helgina að dæma bikarúrslitaleik Fribourg Olympic og Geneve Lions í Sviss þar sem Aðalsteinn hefur verið búsettur undanfarin ár. Þetta er annar bikarúrslitaleikur Aðalsteins í Sviss en hann dæmdi síðast bikarúrslitaleikinn 2001 en flutti svo til Íslands og var meiddur en hefur undanfarin ár verið að koma sér á toppinn aftur.
Aðalsteinn endurvakti FIBA réttindi sín fyrir fjórum árum og er að dæma á fullu í Sviss og víða um Evrópu. Meðdómarar Aðalsteins í bikarúrslitaleiknum voru þeir Fabrizio Pizio og Eric Betrand en þeir eru báðir FIBA dómarar og eru á sínu síðata tímabili.
Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en í örðum leikhluta stakk Geneve af og vann nokkuð örugglega fyrir framan fullt hús, 3200 áhorfendur. En bikarúrslitaleikurinn er eini leikurinn í Sviss sem sendur er út beint í sjónvarpi um allt land.
Mynd/ Lehner M.




