spot_img
HomeFréttirAð duga eða drepast fyrir Tindastól

Að duga eða drepast fyrir Tindastól

Fjórða úrslitaviðureign Tindastóls og KR fer fram í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Staðan í einvíginu er 2-1 KR í vil og því dugir KR sigur í kvöld til þess að verða Íslandsmeistari, vinni Tindastóll verður oddaleikur í DHL-Höllinni næsta laugardag. Viðureign liðanna hefst kl. 19:15 og þið getið rétt ímyndað ykkur hvort stemmningin verði ekki allsvakaleg! 

KR-ingar verða með sætaferðir á leikinn og er brottför kl. 13:30 í dag en nánar má lesa um það hér. 

Á síðasta leik í Síkinu voru um 900 áhorfendur á leiknum og því fólk hvatt til að tryggja sér miða í tæka tíð en forsala aðgöngumiða á leikinn hefst kl. 17:00. 

Eitt lið hefur fagnað Íslandsmeistaratitlinum í Síkinu en það gerðu Njarðvíkingar árið 2001, KR-ingar stefna á að verða annað liðið í sögunni til þess að ná þeim áfanga en heimamenn í Síkinu vilja ekki heyra minnst á slíkt. Spennið beltin, þessi verður rosalegur! 

Fréttir
- Auglýsing -