spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaAapeli Ananen í Vesturbæinn

Aapeli Ananen í Vesturbæinn

KR hefur samið við Aapeli Ananen fyrir yfirstandandi tímabil í Subway deild karla, en félagið hefur samkvæmt heimildum sagt upp samningi sínum við framherjann Saimon Sutt.

Aapeli er 26 ára, 201 cm finnskur bakvörður/framherji sem kemur til liðsins frá St.Pölten í Austurríki, en hann hefur lengst af á feril sínum leikið í heimalandinu. Þá var hann á sínum tíma hluti af öllum yngri landsliðum Finnlands og síðan a landsliði þeirra síðast 2020-21.

Lið KR hefur farið vægast sagt hræðilega af stað þetta tímabilið. Unnið aðeins einn leik í fyrstu sjö umferðunum, en næsti leika þeir heima gegn ÍR komandi fimmtudag 1. desember.

Fréttir
- Auglýsing -