12:25
{mosimage}
1997 stelpurnar í Keflavík eru góðar og efnilegar
MB 11 ára stelpulið Keflavíkur hefur verið á mikill siglingu í vetur og hafa ekki tapað leik. Í fyrsta fjölliðamótinu þá unnu þær leiki sína með 33 stiga mun og í öðru fjölliðamótinu þá unnust allir leikirnir með aðeins meiri mun. Þær héldu uppteknum hætti síðasta laugardag.
Þriðja umferðin var um helgina og fer hún fram í DHL-höllinni. Hér koma nokkrar línur um laugardagsleikina.
Grindavík-Snæfell
Í fyrsta leik mótsins lék Grindavík gegn Snæfelli. Grindavík hóf leikinn af krafti, með Ingibjörgu Sigurðardóttur í fararbroddi og var staðan eftir fyrstu lotu 7-20, en Ingibjörg skoraði öll stig Grindavíkur í fyrstu lotunni. Snæfell lék betur í seinni lotunum, en náði aldrei að minnka muninn. Grindavík vann 50-27. Ingibjörg var stigahæst með 40 stig. Í Snæfelli var Halldóra stigahæst með 12 stig.
Keflavík-KR
KR-stelpurnar máttu sín lítils gegn hinu geysiöfluga liði Keflavíkur. Staðan var 31-6 í hálfleik, en þá tóku KR stelpurnar sig á, og endaði leikurinn 49-29 Keflavík í vil. Stigahæstar voru Irena Sól (Keflavík) með 18 stig og Iðunn (KR) með 12 stig.
Snæfell-UMFN
Bæði liðin byrjuðu vel og hélst leikurinn jafn til hálfleiks (13-9 fyrir Snæfell). Í þriðju lotunni áttu Njarðvíkurstelpurnar góðan sprett og skoruðu 10 stig í röð. Leikurinn endaði 26-19 fyrir Njarðvík. Stigaskor dreifðist jafnt á milli leikmanna.
Grindavík-KR
Leikurinn byrjaði jafnt, en KR-stelpurnar juku forskot sitt smám saman með hverri lotu sem leið. Leikurinn endaði 32-24 fyrir KR. Stigahæstar voru Ingibjörg (Grindavík) með 14 stig og Salvör (KR) með 12 stig.
Keflavík-UMFN
Keflavík átti fyrstu lotuna algjörlega og komst í 18-0. UMFN bætti leik sinn í hinum lotunum og varð munurinn ekki mikið meiri en 20 stig. Leikurinn endaði 37-18 fyrir Keflavík. Stigahæst var Kristrún í Keflavík með 22 stig
Mynd tekin af bloggsíðu Keflavíkur stúlkna í minnibolta



