Það er engin pása gott fólk, EuroBasket er enn í gangi þó spútniklið Íslands hafi því miður lokið keppni. Þið fáið engin grið börnin góð því á morgun hefst Lengjubikarinn en þá eru sex leikir á dagskránni í karlakeppninni og 15. september hefst keppnin kvennamegin með viðureign Njarðvíkinga og Skallagríms. Fyrstu leikdagana í karla- og kvennaflokki má sjá hér að neðan:
14. september – Lengjubikar karla
Allir leikir kl. 19:15
Hamar – Þór Þorlákshöfn
Ármann – Snæfell
Fjölnir – Þór Akureyri
Skallagrímur – Tindastóll
ÍR – Valur
KR – Grindavík
*Þess ber þó að geta að karlalið Grindavíkur og Vals tóku forskot á sæluna í Lengjubikarkeppni karla þar sem Grindavík vann viðureign liðanna þann 3. september síðastliðinn. Lokatölur þar voru 90-67 fyrir Grindavík. Fór sá leikur fram af skipulagsástæðum skv. heimildum Karfan.is.
15. september – Lengjubikar kvenna
19:15: Njarðvík – Skallagrímur
Mynd/ Íslandsmeistarar KR mæta Grindavík í fyrsta leik Lengjubikarsins karlamegin.



