spot_img
HomeFréttirA-landslið Íslands: Hópurinn á NM í Svíþjóð

A-landslið Íslands: Hópurinn á NM í Svíþjóð

 
Norðurlandamót A-landsliða í körfuknattleik fer fram í Svíþjóð dagana 23.-27. júlí næstkomandi en í dag opinberaði Körfuknattleikssamband Íslands hópinn sem leika mun ytra. Tveir nýliðar eru í hópnum, þeir Haukur Helgi Pálsson, Maryland, og Ólafur Ólafsson, Grindavík. Þá hefur Hlynur Elías Bæringsson, Sundsvall Dragons, verið skipaður fyrirliði.
Íslenski hópurinn sem leikur á NM í Svíþjóð:
 
Brynjar Þór Björnsson, Jamtland
Haukur Helgi Pálsson, Maryland
Jakob Sigurðarson, Sundsvall
Finnur Atli Magnússon, KR
Hlynur Bæringsson, Sundsvall
Jón Arnór Stefánsson, CB Granada
Helgi Már Magnússon, Uppsala
Ólafur Ólafsson, Grindavík
Pavel Ermolinski, Sundsvall
Hörður Axel Vilhjálmsson, Mitteldeutscher BC
Logi Gunnarsson, Solna
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík
 
Leikjadagskrá Íslands í Svíþjóð
 
Ísland-Svíþjóð laugardag 23. júlí kl. 16:15
Ísland-Finnland sunnudagur 24. júlí kl. 14:00
Ísland-Danmörk mánudagur 5. júlí kl. 18:15
Ísland-Noregur miðvikudagur 27. júlí kl. 16:00
 
Mynd/ Helgi Magnússon leikmaður Íslands verður með bróður sínum Finni Magnússyni en þetta verður í annað sinn sem bræðurnir klæðast íslensku treyjunni saman en þeir léku síðast saman í vináttuleikjum gegn Litháen árið 2008.
 
Fréttir
- Auglýsing -