spot_img
HomeFréttirÁ fullu í 40 mínútur(Umfjöllun)

Á fullu í 40 mínútur(Umfjöllun)

15:27

{mosimage}
(Matthew Hammer var óstöðvandi)

Það var greinilegt að jólasteikin fór ekki illa í leikmenn FSu er þeir tóku á móti Haukum í 1. deild karla í gærkvöldi og unnu öruggan sigur 92-67. Eftir sigurinn eru Selfyssingar í 2. sæti með 1. deildar með 16 eftir 9 leiki og eru þeir aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Haukar eru sem stendur í 5.-7. sæti með 8 stig eins og Ármann/Þróttur og Höttur en hafa leikið einum leik færra.

Það er hægt að segja að leikmenn beggja liða voru orkumiklir í upphafi leiks en hann hófst á háu tempói. Leikmenn virtust geta skorað að vild og hvorugt liðið náði takti í vörninni. Sigurður Þór Einarsson var sjóðandi heitur fyrir gestina en hann skoraði 14 stig í 1. leikhluta og hélt Haukunum í leiknum á meðan stigaskorið dreifðist mun betur hjá FSu. Selfyssingar pressuðu næstum allan leikinn og hleypti það miklu lífi í leikinn. Haukar réðu ágætlega við pressuna og töpuðu ekki mörgum boltum en stífur varnarleikur FSu gerði það að verkum að Haukar áttu ekki eftir margar sekúndur á skotklukkunni þegar þeir náðu að stilla upp í sókninni. Staðan eftir 1. leikhluta var 32-27 fyrir heimamenn.

{mosimage}
(Sigurður Þór Einarsson)

Í öðrum leikhluta náði FSu betri tökum á leiknum með Matthew Hammer fremstan meðal jafningja. Varnarmenn Hauka réðu ekkert við hann við teiginn og virtist hann skora að vild um tíma en hann skoraði sjö stig í röð og kom FSu í 12 stigu yfir 45-33 eftir að staðan hafi verið 38-33.Haukar náðu aðeins að minnka muninn en FSu jók hann á ný og 12 stiga munur skildi að liðin í hálfleik.

Eins og fyrri hálfleikur var fjörugur og skemmtilegur þar sem tvö lið voru að taka á því var aðeins eitt lið sem mættti leiks í fyrri hálfleks en það var FSu. Þeir hófu leikinn sterkt og varnarleikur þeirra var mikið betri. Þeir pressuðu hátt á velinum og áttu Haukar í stökustu vandræðum með að finna frían samherja í innköstum. Að lokum munaði 22 stigum eftir leikhlutann 72-50 og von Hauka að dvína.

{mosimage}
(Árni Ragnarsson í baráttunni – Jóhannes Jóhannesson bíður átekta fyrir aftan)

Fjórði leikhluti var eins og sá þriðji, aðeins annað liðið með. FSu jók muninn jafnt og þétt en hittni þeirra í seinni hálfleik var mjög góð á meðan Haukamenn áttu í vandræðum með sniðskotin sín. Lokatölur 92-67.

Sigur FSu hefði getað verið stærri en þeir spiluðu á fullum krafti allar 40 mínúturnar og er það til fyrirmyndar.

Hjá FSu var Matthew Hammer stigahæstur með 19 stig en hann átti góðan leik og Haukar réðu ekkert við hann. Árni Ragnarsson var einnig góður en hanns koraði 16 í leiknum og komu 12 þeirra í fyrri hálfleik. Var hann nálægt þrennunni þar sem hann tók einnig 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hafþór Björnsson, Nicholas Mabbutt Cristopher Caird áttu einnig fína spretti.

{mosimage}
(Sveinn Ómar Sveinsson skoraði 19 stig)

Hjá Haukum var Sveinn Ómar Sveinsson stigahæstur með 19 stig en hann var að leika sinn fyrsta leik eftir að hafa komið frá Stjörnunni. Sigurðr Þór Einarsson skoraði 14 stig og Lúðvík Bjarnason var með 7 stig. Mikið munaði að Marel Guðlaugsson skoraði ekkert stig í leiknum en Haukar geta ekki án hans framlags verið.

Tölfræði leiksins

[email protected]

Myndir: [email protected]

{mosimage}
(Cristopher Caird)

{mosimage}
(Gunnar Magnússon)

Fréttir
- Auglýsing -