spot_img
HomeFréttirÁ eftir bolta koma börn

Á eftir bolta koma börn

15:15
{mosimage}

(Önnum kafinn nemandi gefur dúkkunni að drekka í miðjum leik) 

Eflaust hafa margir rekið upp stór augu í Ljónagryfjunni í Njarðvík um helgina þegar fjölliðamót í 9. flokki kvenna í körfuknattleik fór þar fram. Njarðvíkingar tefla fram liði í 9. flokki skipað stelpum í 8. flokki en keppt var í B-riðli þar sem Njarðvíkingar höfðu sigur og munu leika næst í A-riðli. Glæstur árangur sem kom ekki að kostnaðarlausu þar sem skólastarf grunnskólanna virðist vera farið að teygja sig inn í helgarnar líka. Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta, www.vf.is  

Stelpurnar í Njarðvíkurliðinu standa nú í miðju skólaverkefninu ,,Hugsað um barn” þar sem nemendur fá í hendur dúkku sem þeir eiga að annast eina helgi. Markmiðið með verkefninu er að vekja unglingana til umhugsunar um afleiðingar kynlífs. Bylgja Sverrisdóttir er þjálfari stelpnanna og sagði hún að dúkkurnar hefðu grenjað í kór á fjölliðamótinu og að gaman hefði verið að fylgjast með stelpunum annast dúkkurnar.

Þær voru þó ekki þær einu sem sáu um pössunina þar sem jafnaldrar þeirra og jafnvel Bandaríkjamaðurinn í Njarðvíkurliðinu, Damon Bailey, fengu sinn skerf af dúkkupössun. Efnilegar og fjölhæfar stúlkur hér á ferðinni í Njarðvík og ljóst að þær víla það ekki fyrir sér að vera með smákríli á hliðarlínunni.   

Myndir: www.umfn.is
 

www.vf.is

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -