spot_img
HomeFréttirÁ eftir að spila fyrir framan fulla DHL höll

Á eftir að spila fyrir framan fulla DHL höll

12:00

{mosimage}

Grétar Örn Guðmundsson vakti mikla athygli í yngri flokkum KR fyrir nokkrum árum og var farinn að banka á dyr hjá meistaraflokk félagsins þegar hann ákvað að halda til Danmerkur til náms og leika körfubolta í neðri deildum.

 

Okkur á karfan.is langaði að forvitnast um hvers vegna Grétar hleypti heimdraganum og hvernig lífið gangi í Kóngsins Köbenhavn, eða ætli það verði ekki að segja Drottningarinnar í dag.

Við sendum honum því nokkrar spurningar sem koma hér.

Hvernig gengur lífið í Kaupmannahöfn?

Það gengur allt bara mjög vel. Kærastan mín og ég erum mjög sátt við lífið enda vorum við að flytja í nýja íbúð á besta stað í bænum.

Hvað ertu að bralla í Köben?

Ég er á mínu 2. ári í Kunstakademiets Arkitektskole svo það eru rúmlega þrjú ár eftir af náminu.  Í frítímanum æfi ég með 2. deildar liðinu Brønshøj eins og hefur verið greint frá á síðunni.

{mosimage}

Hvernig gengur baráttan í körfuboltanum?

Það gengur því miður ekki nógu vel í augnablikinu. Við höfum verið að tapa síðustu leikjum og erum núna með 2 sigra og 4 töp í deildinni. Það sorglega er að liðið hefur alla burði til að vera í toppbaráttunni. Vonandi tekst okkur að rétta úr kútnum í næstu leikjum.

Afhverju skiptir þú um klúbb í sumar?

KR-ingurinn Jesper Sørensen bauð mér að vera með meistaraflokki BK Amager í vetur en vegna mikilla anna í skólanum þá sá ég mér ekki fært um að geta spilað á þessu leveli þótt ég gjarnan vildi. Tveir bestu félagar mínir úr B-liðinu ákváðu að söðla um og skipta yfir í Brønshøj svo ég ákvað að skella mér með þeim og ekki skemmdi fyrir að búningur liðsins er svartur og hvítur.

{mosimage}

Er stefnan að mæta aftur í KR að námi loknu?

Það er auðvitað stefnan en maður veit aldrei hvað gerist. Að flytja til Danmerkur og skilja við gömlu liðsfélagana mína var hrikalega erfið ákvörðun. Ég náði aldrei almennilega að fá tækifæri með meistaraflokki KR áður en ég flutti út svo mér finnst ég varla geta lagt skóna á hilluna fyrr en ég hef spilað heilan leik fyrir framan troðfulla DHL-höll. Svo eins og staðan er í dag þá munið þið sjá mig aftur í röndótta búningnum!

Fylgist þú grannt með íslenska boltanum?

Heldur betur! Ég kíki nokkrum sinnum á dag inn á karfan.is og reyni að skoða vandlega alla umfjöllun og tölfræði úr leikjum hverrar umferðar. Maður á svo marga félaga í hinum ýmsu liðum svo maður getur ekki annað en fylgst með.

Þá var Sveinn Pálmar Einarsson [email protected] í Kaupmannahöfn á dögunum og fór á leik Virum og Brønshøj og smellti nokkrum myndum af Grétari.

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -