Vel yfir 100 manns mættu til þess að fagna því með stinger keppni að Reykjavíkurborg hafði skilað körfunum sem teknar voru niður þann 17. júní síðastliðinn. ÍR hafði ákveðið í samstarfi við Honey Nut Cheerios að efna til keppni í stinger í nokkrum aldursflokkum og voru það ófáir sem fóru morgunkornspakka ríkari heim eftir viðburðinn.