spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már stoðsendingahæstur í þriðja sigurleik Rytas í röð

Elvar Már stoðsendingahæstur í þriðja sigurleik Rytas í röð

Elvar Már Friðriksson og Rytas unnu sinn þriðja leik í röð er liðið lagði Prienai í dag í LKL deildinni í Litháen, 66-89.

Á tæpum 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 4 stigum, 2 fráköstum og 4 stoðsendingum, en hann var ásamt tveimur öðrum leikmönnum stoðsendingahæstur í liði Rytas.

Það sem af er byrjun tímabils er Rytas eitt fimm liða sem hefur unnið alla leiki sína, en næst leika þeir gegn Nevezis þann 10. október.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -