11:43
{mosimage}
Þau Damon Bailey og Tamara Bowie voru stigahæst í Iceland Express deildunum í vetur. Frá þessu er greint á www.kki.is og er meðfylgjandi frétt fengin þaðan.
Damon Bailey var stigahæstur í Iceland Express deild karla á liðnu tímabili. Hann skoraði 24,1 stig að meðaltali í leik fyrir Þór Þorlákshöfn.
Bailey lék alla 22 deildarleikina með Þórsurum og skoraði samtals 530 stig á tímabilinu. Mest skoraði hann 38 stig gegn UMFN 30. desember síðastliðinn. Skotnýtingin var heldur ekki slæm því að Bailey hitti úr rúmlega 54% skota sinna utan af velli og var með 77% nýtingu frá vítalínunni. Páll Axel Vilbergsson var efstur af íslensku leikmönnunum með 22,2 stig að meðaltali í leik.
10 stigahæstu leikmennirnir:
Nafn Lið meðalt. (leikir, stig)
1 Damon Bailey Þór Þ. 24,4 (22, 530)
2 Lamar Karim Tindast. 23,1 (22, 508)
3 Páll Axel UMFG 22,2 (22, 489)
4 Jovan Zdravevski Skallagr. 21,8 (22, 480)
5 Kareem Johnson Fjölnir 20,6 (17, 350)
6 Darrell Flake Skallagr. 20,0 (22, 440)
7 Roni Leimu Haukar 19,6 (20, 391)
8-9 Jeb Ivey UMFN 19,5 (22, 428)
8-9 Tyson Patterson KR 19,5 (22, 428)
10 Jeremiah Sola KR 18,8 (22, 414)
{mosimage}
Tamara Bowie, leikmaður UMFG, skoraði flest stig í Iceland Express deild kvenna á síðasta tímabili. Bowie skoraði 610 stig á tímabilinu sem gera 30,5 stig að meðaltali í leik. Victoria Crawford, leikmaður Breiðabliks, var reyndar með flest stig að meðaltali, 36,5 stig í leik. Crawford lék þó ekki nógu marga leiki (8) til þess að vinna tölfræðiverðlaunin fyrir stigaskorun. Helena Sverrisdóttir var stigahæst íslenskra leikmanna í vetur. Hún skoraði 21,2 stig að meðaltali í 20 leikjum í vetur, eða 424 alls.
Hér fyrir neðan má sjá 10 stigahæstu leikmenn í Iceland Express deild kvenna 2006-2007.
Nafn Lið Meðaltal (Leikir, Stig)
1 Victoria Crawford Breiðablik 36,5 (8, 292)
2 Tamara Bowie UMFG 30,5 (20, 610)
3 Latreece Bagley Hamar 24,5 (12, 294)
4 TaKesha Watson Keflavík 24,4 (19, 464)
5 Ifeoma Okonkwo Haukar 22,0 (20, 439)
6 Helena Sverrisdóttir Haukar 21,2 (20, 424)
7 María B Erlingsdóttir Keflavík 17,2 (19, 327)
8 Kristrún Sigurjónsd. Haukar 14,3 (20, 285)
9 Bryndís Guðmundsd. Keflavík 13,7 (20, 273)
10Hildur Sigurðardóttir UMFG 13,0 (20, 260)



