spot_img
HomeFréttirSárt tap hjá Boncourt

Sárt tap hjá Boncourt

10:30

{mosimage}

BC Boncourt töpuðu aftur á útivelli fyrir Olympic Friburg 93-89 eftir framlengingu.  Helgi Már skoraði 15 stig.

Þriðji leikur liðanna fór fram á heimavelli Olympic Friburg og var staðan 1-1 fyrir leikinn.  Heimamenn höfðu undirtökin og staðan 46-34 í hálfleik.  Gestirnir úr Boncourt náðu að jafna leikinn og tryggja sér framlengingu annan leikinn í röð, en nú á útivelli.  Staðan eftir venjulegan leiktíma var 83-83.  Í framlengingunni var mikil dramatík og áttu Boncourt fínan möguleika á að sigra en þeir mistnotuðu vítaskot á raunstundu og sigruðu heimamenn 93-89.

Staðan er 1-2 Olympic Friburg í vil og geta þeir tryggt sér sæti í úrslitarimmunni með sigri í næsta leik sem fer fram miðvikudaginn 9. maí á heimavelli Boncourt.

Helgi Már stóð sig vel og skoraði 15 stig.

 

www.kr.is/karfa

 

Mynd: Roger Meier

Fréttir
- Auglýsing -