02:27
{mosimage}
(Andrea Bargmani er í liði ársins)
Lið ársins skipað nýliðum var tilkynnt í gær. Brandon Roy(Portland), nýliði ársins, er efstur á lista með 58 stig en næstir honum koma Andrea Bargnani(Toronto Raptors) með 57 stig, Randy Foye(Minnesota) með 48 stig, Rudy Gay(Memphis) með 39 stig og þeir Jorge Garbajosa(Toronto Raptors) og LaMarcus Aldrige(Portland) voru jafnir með 37 stig og því er liðið skipað 6 leikmönnum.
Valið fór þannig fram að þjálfarar deildarinnar áttu að velja fimm leikmenn í úrvalsliðið óháð stöðum leikmanna og svo áttu þeir að velja fimm manna varalið óháð stöðum. Leikmenn fengu tvö stig fyrir að vera í úrvalsliðinu og eitt stig fyrir að vera í varaliðinu. Þjálfarar máttu ekki velja eigin leikmenn.
Úrvalslið nýliða
| Leikmaður | Lið | Úrvalslið – 2 stig | Varalið – 1 stig | Samtals |
| Brandon Roy | Portland | 29 | – | 58 |
| Andrea Bargnani | Toronto | 28 | 1 | 57 |
| Randy Foye | Minnesota | 21 | 6 | 48 |
| Rudy Gay | Memphis | 12 | 15 | 39 |
| Jorge Garbajosa | Toronto | 13 | 11 | 37 (jafnt) |
| LaMarcus Aldridge | Portland | 14 | 9 | 37 (jafnt) |
Varalið nýliða
| Leikmaður | Lið | Úrvalslið – 2 stig | Varalið – 1 stig | Samtals |
| Paul Millsap | Utah | 10 | 16 | 36 |
| Adam Morrison | Charlotte | 12 | 11 | 35 |
| Tyrus Thomas | Chicago | 5 | 16 | 26 |
| Craig Smith | Minnesota | 1 | 19 | 21 |
| Rajon Rondo | Boston | 1 | 8 | 10 (jafnt) |
| Walter Herrmann | Charlotte | 1 | 8 | 10 (jafnt) |
| Marcus Williams | New Jersey | 1 | 8 | 10 (jafnt) |



