Cleveland Cavaliers tóku stórt skref í nótt í átt að því að komast í 4ra liða úrslit NBA þegar þeir lögðu lið New Jersey með 10 stigum, 102-92. Það var stórstjarna CAVS sem skein skærast í gær með 36 stig og 12 fráköst en hjá gestunum frá New Jersey var Vince Carter atkvæðamestur með 26 stig. Útlitið er svart fyrir NJN sem hefur aldrei í NBA tíð sinni náð að komast áfram í úrslitakeppni eftir að hafa lent 2-0 undir í einvígi." Við trúum á hvorn annan, við trúum á verkefni sem er fyrir hendi og trúum því að við getum unnið einvígið" sagði Lebron James eftir leik. Pheonix Suns jafnaði seríu sína gegn San Antonio Spurs á heimavelli í nótt svo um munaði. 20 stiga sigur (101-81) var lokastaðan og Pheonix sýndu mátt sinn með stór góðum leik. SAS leiddu eftir fyrsta leikhluta með 6 stigum en í öðrum leikhluta tóku heimamenn öll völd. Í þeim þriðja var jafnt á með liðum en Suns héldu forystu sinni og að lokum í fjórða leikhluta gengu þeir algerlega frá liði SAS. Amare Stoudamire spilaði vel fyrir Suns í nótt og setti niður 27 stig og að venju var Steve Nash ómissanlegur með 20 stig og takið eftir 16 stoðsendingar !!! Tim Duncan virtist eini með lífsmarki hjá gestunum með 29 stig og 11 fráköst. Þetta er fyrsti ósigur SAS í úrslitakeppninni í ár. Þess má geta að útvarpsstöð í Pheonix dreyfði fyrir leik plástur til áhorfenda til að standa með Steve Nash sem fékk slæmt högg á nefið í síðasta leik og þurfti að leika með plástur á nefinu allan leikinn.



